Golf

Ólafía Þórunn endaði í 11. sæti í Frakklandi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Ólafía missti dampinn örlítið í lokin en það skilaði henni engu að síður 11. sætinu
Ólafía missti dampinn örlítið í lokin en það skilaði henni engu að síður 11. sætinu Vísir/Getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik í dag á Lacoste Ladies Open de France mótinu en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni en hún endaði í 11. sæti.

Ólafía lék á einu höggi undir pari í dag og samtals lék hún á sjö höggum undir pari.

Hún var fimm höggum á eftir Caroline Hedwall sem sigraði mótið eftir stórkostlegan lokahring, en sú sænska lék á 9 höggum undir pari í dag.

Ólafía spilaði flott golf framan af í dag og eftir fyrri níu holurnar var hún á tveimur höggum undir pari. Hún fékk fugla á 2. og 9. holu vallarins.

Á 11. holu nældi Ólafía sér í annan fugl en fyrsti skolli dagsins kom svo á næstu holu. Hún bætti hins vegar fyrir það og fékk fugl á 14. holu.

Þegar fjórar holur voru eftir var Ólafía í toppbaráttu en þá var hún í fjórða sæti. En þá komu tveir skollar í röð, á 15. og 16. holu og féll hún niður í 11. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.