Handbolti

Rhein-Necker Löwen enn taplausir - Arnór heldur áfram að skora

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Arnór er að byrja feikilega vel í úrvalsdeildinni
Arnór er að byrja feikilega vel í úrvalsdeildinni mynd/dhb

Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í dag og Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að raða inn mörkum en hann setti sjö mörk í dag.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen en ljónin unnu öruggan 15 marka sigur á Bietigheim, 36-21.

Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað í leiknum í dag. Ljónin hafa byrjað vel í deildinni í vetur en þeir eru enn taplausir eftir fjórar umferðir.

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir nýliða Bergischer.

Arnór skoraði sjö mörk í dag en það dugði þó ekki til því Bergischer töpuðu gegn Magdeburg, 32-27. Þetta var annað tap Bergischer í vetur en þeir hafa einnig unnið tvo leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.