Erlent

Svíþjóðardemókratar með tæp 20 prósent samkvæmt útgönguspá

Birgir Olgeirsson skrifar
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata Vísir/EPA

Útgönguspá sænska ríkissjónvarpsins gerir ráð fyrir að Svíþjóðardemókratar muni fá 19,2 prósenta fylgi í þingkosningum þar í landi. Kjörstöðum var lokað klukkan átta í Svíþjóð en búist er við að fyrstu tölur berist innan skamms.

Samkvæmt útgönguspá sænska ríkisjónvarpsins mældust Jafnaðarmenn 26,2 prósent, Moderaterna, 17,8 prósent, Vinstri 9 prósent, Miðflokkurinn 8,9 prósent, Kristilegir demókratar 7,4 prósent, Frljálslyndir 5,5, prósent og Græningjar 4,2 prósent.

Minnihlutastjórn jafnaðarmanna og Græningja hefur stýrt ríkisstjórn Svíþjóðar síðastliðið kjörtímabil.

Innflytjendamálin hafa verið fyrirferðarmikil í aðdraganda kosninga í Svíþjóð en Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur sakað ríkisstjórnina um að hafa forgangsraðað þörfum innflytjenda á kostnað innfæddra Svía á síðasta kjörtímabili.

Búist er við verulegri fylgisaukningu Svíþjóðardemókrata ef miðað er við nýjustu skoðanakannanir. Í síðustu þingkosningum fékk flokkurinn um 13% atkvæða en nú mælist hann með um 18%. 


Tengdar fréttir

Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu

Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.