Enski boltinn

Kvennalið United valtaði yfir Aston Villa með tólf marka sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr bikarleik kvennaliðs United
Úr bikarleik kvennaliðs United Vísir/Getty

Kvennalið Manchester United vann stórsigur í fyrsta leik sínum í ensku B-deildinni í dag. Liðið skoraði 12 mörk þegar það valtaði yfir Aston Villa.

Kvennalið United var stofnað fyrr á þessu ári og er að taka þátt í deildarkeppninni á Englandi í fyrsta skipti síðan árið 2005.

Liðið er búið að vinna einn og tapa einum leik í deildarbikarnum en mætti til leiks í deildinni með stæl í dag.

Jess Sigworth skoraði fimm mörk, Lauren James og Kristy Hanson settu tvö, í algjörum yfirburðasigri á Aston Villa sem endaði 12-0.

Fyrrum landsliðskonan Casey Stoney er þjálfari United.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.