Enski boltinn

Kvennalið United valtaði yfir Aston Villa með tólf marka sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr bikarleik kvennaliðs United
Úr bikarleik kvennaliðs United Vísir/Getty
Kvennalið Manchester United vann stórsigur í fyrsta leik sínum í ensku B-deildinni í dag. Liðið skoraði 12 mörk þegar það valtaði yfir Aston Villa.

Kvennalið United var stofnað fyrr á þessu ári og er að taka þátt í deildarkeppninni á Englandi í fyrsta skipti síðan árið 2005.

Liðið er búið að vinna einn og tapa einum leik í deildarbikarnum en mætti til leiks í deildinni með stæl í dag.

Jess Sigworth skoraði fimm mörk, Lauren James og Kristy Hanson settu tvö, í algjörum yfirburðasigri á Aston Villa sem endaði 12-0.

Fyrrum landsliðskonan Casey Stoney er þjálfari United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×