Handbolti

Róbert fékk heilahristing og Magnús mögulega nefbrotinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Magnús Óli Magnússon.
Magnús Óli Magnússon. Vísir/Andri Marinó

Það var hart tekist á í leik Fram og Vals í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Tveir lykilmanna Vals meiddust í leiknum.

Magnús Óli Magnússon er mögulega nefbrotinn eftir átökin í leiknum og Róbert Aron Horstert þurfti að fara af velli með heilahristing samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Val var spáð sigri í deildinni af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í deildinni en byrjuðu tímabilið á jafntefli í Safamýrinni í kvöld.

Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og létu Framarar Valsmenn finna fyrir sér. Lokatölur urðu 25-25.

Nánar má lesa um leikinn hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.