Golf

Rigning setti strik í reikninginn á BMW mótinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jordan Spieth vann úrslitakeppnina 2015. Hann kemst ekki inn á síðasta mótið ef allt fer á versta veg og hætta þarf við síðasta hringinn
Jordan Spieth vann úrslitakeppnina 2015. Hann kemst ekki inn á síðasta mótið ef allt fer á versta veg og hætta þarf við síðasta hringinn Vísir/Getty

Ekki var spilað í dag á BMW mótinu, næst síðasta móti FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni, vegna veðurs. Lokahringurinn verður leikinn á morgun.

Mótið hefur gífurlegt vægi, að því loknu er aðeins eitt mót eftir á mótaröðinni og aðeins 30 stigahæstu kyflingarnir á FedEx stigalistanum fá þáttökurétt á því móti. Þess vegna eru forráðamenn mótsins staðráðnir í því að spila 72 holur, þó fresta þurfi mótinu alveg fram á þriðjudag.

Miklar rigningar voru í Pennsylvanía-fylki þar sem mótið fer fram og því var ákveðið að hefja ekki keppni á lokahringnum í dag.

Englendingurinn Justin Rose er í forystu í mótinu eftir þrjá hringi á sautján höggum undir pari. Rory McIlroy og Xander Schauffele eru einu höggi á eftir honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.