Viðskipti innlent

Hagnaður NTC dróst saman um 94 prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Svava Johansen, aðaleigandi NTC.
Svava Johansen, aðaleigandi NTC. Fréttablaðið/Anton Brink

Hagnaður NTC, sem rekur meðal annars verslanirnar Sautján, Evu og GK Reykjavík, nam 4,7 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi tískukeðjunnar, og dróst saman um 94 prósent frá fyrra ári þegar hann var tæplega 81 milljón króna.

NTC seldi vörur fyrir 2,1 milljarð króna í fyrra og jókst vörusalan lítillega á milli ára. Var framlegðin um 1,1 milljarður króna en hún dróst saman um 1,6 prósent frá fyrra ári. EBITDA tískukeðjunnar – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var um 56 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 148 milljónir króna árið 2016.

Eigið fé tískukeðjunnar var 207 milljónir króna í lok síðasta árs, borið saman við 242 milljónir króna í lok árs 2016, og þá námu eignir NTC 782 milljónum króna í lok árs 2017. Var eiginfjárhlutfallið því um 26 prósent.

Stjórn tískukeðjunnar leggur til að ekki að ekki verði greiddur arður í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.