Fótbolti

Sjáðu mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagurinn gæti endað illa fyrir Jürgen Klopp.
Dagurinn gæti endað illa fyrir Jürgen Klopp. Vísir/Getty

Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en það hjálpar liðinu ekki mikið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir Meistaradeildardráttinn seinna í dag.

Liverpool er í þriðja styrkleikaflokki og fær því tvö mjög sterk lið í sinn riðil. Það eru síðan aðeins tvö lið úr hverjum riðli sem komast í sextán liða úrslit keppninnar.Síðasta tímabil var aðeins annað Meistaradeildatímabil Liverpool á síðustu átta árum og það er aðalástæðan af hverju lærisveinar Jürgen Klopp fengu ekki meiri ást í styrkleikaröðuninni.

Það munaði samt mjög litlu á Liverpool og ítalska liðinu Roma sem rétt slapp inn í annan styrkleikaflokk.

Manchester City er í fyrsta styrkleikaflokki og hin tvö ensku liðin, Manchester United og Tottenham, eru síðan í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli.

Þetta þýðir að það er ekki erfitt að setja saman mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni.Liverpool gæti nefnilega lent í riðli með spænska liðinu Real Madrid, þýska liðinu Borussia Dortmund og ítalska liðinu Internazionale Milan. Annar mögulegur martraðarriðill væri riðill með Barcelona, Napoli og Hoffenheim.

Liverpool gæti reyndar líka lent í riðli með Lokomotiv Moskvu, Benfica og Young Boys og það er talsverður styrkleikamunur á þessum tveimur riðlum.

Fyrirfram má búast við því að erfiðustu mögulegu mótherjarnir í öðrum styrkleikaflokki séu Borussia Dortmund, Napoli og Roma.

Léttasti riðill Liverpool ætti að vera riðill með Lokomotiv Moskvu, Shaktar Donetsk og AEK Aþenu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.