Fótbolti

Segja þrjú lið betri en Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fagna Meistaradeildartitlinum.
Leikmenn Real Madrid fagna Meistaradeildartitlinum. Vísir/Getty

Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og fjórum sinnum á síðustu fimm árum en er ekki sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vetur samkvæmt úttekt Telegraph.

Dregið verið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag og hefst drátturinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Margir bíða spenntir eftir því í hvernig riðli ensku liðin lenda en hver er erfiðast mótherjinn?

The Daily Telegraph raðaði liðunum 32, sem komust í riðlakeppnina í ár, eftir styrkleika og á þeim lista eru þrjú lið ofar en margfaldir meistarar Real Madrid.

Barcelona er sigurstranglegasta liðið og lið Juventus og Manchester City eru einnig talin vera sigurstranglegri en lið Real Madrid.

Hjá Juventus er einmitt Cristiano Ronaldo, leikmaðurinn sem hefur öðrum fremur verið maðurinn á bak við fjóra Meistaradeildartitla Real Madrid á síðustu fimm árum.

Nú er Cristiano Ronaldo kominn til Juventus og það skilar ítalska liðinu upp í annað sætið á þessum lista.

Manchester City er efst enskra liða í 3. sætinu, tveimur sætum á undan Liverpool, sex sætum á undan nágrönnum sínum í Manchester United og sjö sætum á undan Tottenham.

Það má finna rökstuðning á bak við sæti hvers liðs með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má sjá röðina hjá Telegraph.

Bestu lið Meistaradeildarinnar 2018-19:
1. Barcelona (1. flokkur)
2. Juventus (1. flokkur)
3. Manchester City (1. flokkur)
4. Real Madrid (1. flokkur)
5. Liverpool (3. flokkur)
6. Paris Saint-Germain (1. flokkur)
7. Atlético Madrid (1. flokkur)
8. Bayern München (1. flokkur)
9. Manchester United (2. flokkur)
10.Tottenham Hotspur (2. flokkur)
11. Napoli (2. flokkur)
12. Internazionale (4. flokkur)
13. Roma (2. flokkur)
14. Mónakó (3. flokkur)
15. Valencia (3. flokkur)
16. Schalke 04 (3. flokkur)
17. Borussia Dortmund (2. flokkur)
18. Porto (2. flokkur)
19. Lyon (3. flokkur)
20. Benfica (2. flokkur)
21. 1899 Hoffenheim (4. flokkur)
22. Shakhtar Donetsk (2. flokkur)
23. Galatasaray (4. flokkur)
24. Ajax (3. flokkur)
25. PSV Eindhoven (3. flokkur)
26. Club Brugge (4. flokkur)
27. CSKA Moskva (3. flokkur)
28. Viktoria Plzen (4. flokkur)
29. Rauða stjarnan í Belgrad (4. flokkur)
30. Lokomotiv Moskva (1. flokkur)
31. AEK Aþena (4. flokkur)
32. Young Boys (4. flokkur)

Samkvæmt þessum lista The Daily Telegraph væru erfiðustu mögulegu riðlar ensku liðanna annars svona:

Man. City: Napoli, Mónakó, Hoffenheim
Man. United, Tottenham og Liverpool: Barcelona, Mónakó, InterAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.