Erlent

Argentínsk stjórnvöld óska eftir láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Veggspjald þar sem láni AGS var mótmælt í maí.
Veggspjald þar sem láni AGS var mótmælt í maí. Vísir/EPA

Ríkisstjórn Argentínu hefur óskað eftir flýta veitingu fimmtíu milljarða dollara láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagskreppu sem fer stigversnandi. Argentínski pesóinn hefur tapað um 40% af verðgildi sínu gagnvart bandarískum dollar á þessu ári og verðbólga hefur farið úr böndunum.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Mauricio Macri, forseta Argentínu, að láninu sé ætlað að endurvekja traust á hagkerfi landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur sagt skoða að breyta lánaáætluninni.

Fjárfestar eru sagðir óttast að argentínska ríkið lendi í greiðsluþroti en skuldir þess eru verulegar. Ríkisstjórnin óskaði fyrst eftir aðstoð AGS vegna efnahagsþrenginga í maí. Hún ætlaði sér þá að skera upp herör gegn verðbólgu og draga úr útgjöldum ríkisins.

Sautján ár eru frá því að argentínska ríkið lenti í greiðsluþroti og bankakerfi landsins lamaðist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.