Sport

Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ponzinibbio rotaði Gunnar fyrir ári
Ponzinibbio rotaði Gunnar fyrir ári Vísir/Getty

Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári.

Í viðtali við vefmiðilinn MMA fréttir sagði Gunnar að hann hefði boðist til þess að mæta Ponzinibbio þegar UFC fer til Argentínu í fyrsta skipti. Það varð þó ekkert úr því og mætir Ponzinibbio Neil Magny í staðinn þann 17. nóvember.

Ponzinibbio og Gunnar mættust síðasta sumar í mjög umdeildum bardaga síðasta sumar þar sem Argentínumaðurinn potaði í augun á Gunnari áður en hann rotaði hann.

Magny, næsti andstæðingur Ponzinibbio, átti að mæta Gunnari í Liverpool í maí. Gunnar meiddist hins vegar á hné og þurfti að draga sig úr bardaganum. Í vor fór hann svo í aðgerð á liðþófa en er nú byrjaður að æfa á fullu.

Gunnar vonast eftir því að berjast á UFC 230 sem fer fram í Madison Square Garden í New York þann 3. nóvember. Þar segist hann vera tilbúinn í að mæta hverjum sem er.

Viðtal Gunnars við MMA fréttir má sjá hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.