Innlent

Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris

Birgir Olgeirsson skrifar
Búast má við hvassviðri í höfuðborginni.
Búast má við hvassviðri í höfuðborginni. Fréttablaðið/Eyþór

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs í kvöld og fram eftir föstudagsmorgni. Spáð er sunnan hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á miðhálendinu.

Er fólk hvatt til þess að tryggja lausamuni á borð við trampólín og garðhúsgögn og ekki mælst til þess að vera á ferð með eftirvagna á borð við hjólhýsi. Sérstaklega er varað við vindasömu veðri á Kjalarnesi í því samhengi.

Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur segir ekki að ekki sé búist við óveðri, heldur hressilegum vindi þar sem meðalvindhraði getur náð 13 – 18 metrum á sekúndu þegar verst lætur og staðbundnar hviður 30 metrum á sekúndu.

„Það er meira verið að benda fólki á að þegar haustið fer að læðast að okkur þá verða lægðirnar dýpri og við erum enn í ákveðnum sumarbúningi þegar kemur að hlutunum í kringum okkur,“ segir Theodór.

Hann segir gula viðvörun ekki endilega bundna við vindstyrk, heldur þarf að taka mið af árstíð og hvað sé um að vera í þjóðfélaginu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.