Fótbolti

Hörður Björgvin: Totti minn uppáhalds leikmaður svo fyrir mig verður þetta sérstakt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í leik með CSKA.
Hörður í leik með CSKA. vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður CSKA Moskvu, er spenntur fyrir Meistaradeildinni með CSKA í vetur en dregið var í riðla í gærkvöldi.

CSKA dróst með Evrópumeisturunum í Real Madrid, ítalska stórliðinu Roma og Victoria Plzen. Hörður er spenntur og glaður.

„Fyrst og fremst er ég glaður að spila í Meistaradeildinni. Ég kem frá litlu landi þar sem það er mjög erfitt að komast á þetta stig,” sagði Hörður við heimasíðu félagsins.

„Ég veit það að það munu margir fylgjast með CSKA á tímabilinu og ég er stoltur af því. Það verður ærið verkefni að spila gegn besta liði heims undanfarin ár, Real Madrid.”

„Það verður einnig gaman fyrir mig að mæta Roma. Ég spilaði þar með Cesena en liðið þeirra hefur auðvitað breyst síðan þá. Leikvangur þeirra er með mikla sögu og minn uppáhaldsleikmaður er Totti svo fyrir mig verður þetta sérstakt.”

„Victoria er einnig sterkur mótherji. Þeir sýndu það á síðustu leiktíð svo að það er ekkert gefið í þessum riðli. Það mun enginn gefa okkur nein stig,” sem endaði á þessum orðum:

„Eitt er klárt: við viljum ekki bara spila vel í Meistaradeildinni, við viljum ná í góð úrslit,” sagði Hörður.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.