Innlent

Vætusamt næstu daga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður blautt á landinu næstu daga.
Það verður blautt á landinu næstu daga. VÍSIR/ARNÞÓR

Lægðin sem hrellti landsmenn á Suður- og Vesturlandi í gærkvöldi og nótt heldur af landi brott í dag. Hvassviðri næturinnar er því að ganga niður en áfram verður hvasst og hviðótt á norðanverðu hálendinu þar sem hviður gætu farið nærri 40 m/s og er gul viðvörun í gildi þar til kl. 12.

Eins og vill gerast með skil fylgir þeim væta, en víða má búast við úrkomu í dag, einkum sunnan- og suðaustantil þar sem stefnir í talsverða rigningu fram yfir hádegi.

Hitinn í dag verður á bilinu 9 til 16 stig.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að í kjölfar skilanna komi suðvestlæg átt og skúrir um landið sunnan- og vestanvert en undir kvöld ætti að létta til norðaustanlands.

Það stefnir svo í stífa suðvestanátt með skúrum á morgun. Þó verður bjart norðaustanlands en á sunnudaginn á búast við vestlægri átt. Áfram verður væta um allt vestanvert landið. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestlæg átt, víða 10-15 m/s, og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. 

Á sunnudag:
Vestan strekkingur S-lands, annars hægari. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig. 

Á mánudag:
Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. 

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 7 til 13 stig. 

Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt og skýjað en úrkomulítið fyrir norðan og kólnar í veðri. Rofar til sunnan heiða og hiti 8 til 13 stig. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu víða, einkum V-lands, og hlýnar í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.