Veiði

Gæsaveiði hefst á landinu í dag

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gæsir í graslendi.
Gæsir í graslendi. Fréttablaðið/Pjetur

Gæsaveiðitímabilið hefst í dag, 20. ágúst. Heimilt er að veiða fram til 15. mars á næsta ári.

Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að leyfilegt sé að skjóta grágæs og heiðargæs.

„Stofn heiðargæsa er í sögulegu hámarki, um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Út frá sjálfbærni auðlinda mega skotveiðimenn hafa það í huga ef valið stendur milli þess að skjóta heiðargæs eða grágæs,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.