Innlent

Jón aðstoðar Sigmund Davíð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Pétursson
Jón Pétursson Mynd/Aðsend
Jón Pétursson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum en þar segir að Jón hafi verið stýrimaður til fjölda ára og sé einn af stofnendum Miðflokksins. Sigmundur Davíð hefur verið án aðstoðarmanns frá því að Jóhannes Þór Skúlason var ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Jón er fæddur árið 1971 og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1991 og prófi frá Stýrimannaskólanum árið 1994.

Jón er giftur og á einn son og býr í Mosfellsbæ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×