Viðskipti innlent

Lagardére á Íslandi velti 3,8 milljörðum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Lagardére á Íslandi rekur fjölda kaffihúsa og veitingastaða, auk sælkeraversl- unar, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar á meðal Nord.
Lagardére á Íslandi rekur fjölda kaffihúsa og veitingastaða, auk sælkeraversl- unar, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar á meðal Nord. Fréttablaðið/Eyþór

Lagardére á Íslandi, sem rekur veitingastaði og sælkeraverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hagnaðist um 248 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 36 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 182 milljónir króna.

Fram kemur í ársreikningi félagsins, Lagardére Travel Retail ehf. sem er einn stærsti veitingasalinn á Íslandi, að rekstrartekjur þess hafi numið 3.795 milljónum króna í fyrra borið saman við 3.014 milljónir króna árið 2016. Jukust tekjurnar þannig um 26 prósent á milli ára.

Rekstrargjöld Lagardére Travel Retail námu 3.402 milljónum króna á síðasta ári en þau voru 2.747 milljónir króna árið áður.

Félagið, sem rekur veitingahúsin Nord og Mathús, kaffihúsin Kvikk Café og Segafredo, barinn Loksins og verslunina Pure Food Hall, átti eignir upp á 1.056 milljónir króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess á sama tíma 545 milljónir.

Fjöldi ársverka var 153 í fyrra borið saman við 134 árið áður en í skýrslu stjórnar segir að félagið hafi þurft að leita til starfsmannaleiga til þess að brúa skort á starfsfólki.

Lagardére á Íslandi er að meirihluta, sextíu prósentum, í eigu franska móðurfélagsins Lagardére á móti íslenskum hluthöfum sem eiga fjörutíu prósenta hlut í gegnum félagið NQ ehf. Félagið hóf starfsemi í Fugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,05
15
153.714
ORIGO
1,37
3
3.230
ICEAIR
1,28
14
75.005
MAREL
0,72
13
102.384
ARION
0,63
6
350.347

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,73
1
149
FESTI
-0,62
1
5.186
EIK
-0,54
4
41.860
REITIR
-0,46
4
137.870
REGINN
-0,44
2
22.725
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.