Innlent

Kólnandi veður og rigning í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búist er við rigningu þegar líða tekur á helgina.
Búist er við rigningu þegar líða tekur á helgina. VÍSIR/ARNÞÓR

Búist er við því að skýjað verði um norðanvert landið með vætu annað slagið en sólarglennur syðra og stöku skúrir næstu daga. Þá er gert ráð fyrir hægri norðlægri átt. Hiti verður á bilinu 8-15 stig og hlýjast sunnanlands.

Á laugardag „skiptir aðeins um gír“, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings, en þá snýst í frekar hæga suðaustlæga átt með skýjuðu veðri um sunnanvert landið. Þar verður jafnvel dálítil væta en þurrt annars staðar.

Eftir helgi eru austlægar áttir og rigning í kortunum. Þá fer veður heldur kólnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, en sums staðar þokusúld við N-ströndina. Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og skýjað, en dálítil væta með S-ströndinni. Þurrt að kalla annars staðar. Hiti 7 til 13 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Austan- og suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið N-lands. Hiti 6 til 12 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir stífa norðaustanátt og rigningu, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.