Körfubolti

Einn öflugur fer úr Njarðvíkinni til Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Terrell Vinson.
Terrell Vinson. Vísir/Bára
Grindvíkingar hafa samið við bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino´s deildinni og þann leikmann þekkir íslenskt körfuboltaáhugafólk vel.

Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að þeir hafi náð samkomulagi við kraftframherjann Terrell Vinson. Hann fann sig einkar vel í leikjunum á móti Grindavík síðasta vetur.

Terrell Vinson er 28 ára gamall og gerði heilt yfir mjög góða hluti með Njarðvík í Domino´s deildinni í fyrra þar sem hann var með 22,1 stig og 9,7 fráköst að meðaltali í leik.

Vonbrigðin voru aftur á móti úrslitakeppnin þar sem hann var aðeins með 13,3 stig og 7,0 fráköst að meðaltali í þremur tapleikjum á móti KR.

Í leikjunum á móti Grindavík var Terrell Vinson með 23,0 stig og 10,0 fráköst að meðaltali auk þess að hitta úr 67 prósent þriggja stiga skota sinna (4 af 6).

Njarðvíkingar unnu líka báða leikina á móti Grindvíkingum í fyrravetur. Vinson var með 19 stig í 22 stiga sigri í Ljónagryfjunni í Njarðvík (97-75) og skoraði síðan 27 stig í þriggja stiga sigri í Röstinni í Grindavík (92-89).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×