Menning

Heiðraður fyrir framlag sitt til menningarmála

Stefán Árni Pálsson skrifar
Smári Guðmundsson með viðurkenninguna.
Smári Guðmundsson með viðurkenninguna.

Leikskáldið og tónlistarmaðurinn Smári Guðmundsson hlaut í gær viðurkenningu Ferða-, safna- og menningaráðs Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis fyrir framlag sitt til menningarmála.

Viðurkenningin var afhent á setningarhátíð Sandgerðisdaga sem fór fram í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.

Smári er höfundur og tónlistarstjóri söngleiksins Mystery Boy sem Leikfélag Keflavíkur setti upp á síðasta leikári. Mystery Boy var valin áhugaleiksýning ársins og sýnd í Þjóðleikhúsinu nú í maí.

Þá hefur hann samið og flutt tónlist sem hefur snert við fólki og farið hátt á vinsældarlistum með hljómsveit sinni Klassart auk þess að taka þátt í ýmsum tónlistartengdum verkefnum í gegnum tíðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.