Viðskipti innlent

Hafa brugðist vel við tilboði WOW air

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að salan hafi gengið vel í dag.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að salan hafi gengið vel í dag. Vísir/Vilhelm

Sala flugsæta WOW air í íslenskum krónum er 410% hærri í dag en hún hefur verið að meðaltali undanfarna viku. Ætla má að það sé vegna nýjasta tilboðs flugfélagsins.

Vísir fjallaði um það í gærkvöldi að WOW air byði upp á 40% afslátt á fargjaldi WOW air með afsláttarkóðanum WOWSALE. Kaup Íslendinga á farmiðum með WOW air síðustu daga hefur verið nokkru meiri en á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra samskiptasviðs WOW air kemur fram að Íslendingar hafi helst valið ferðir til Berlínar, Kaupmannahafnar, Tenerife og nýrra áfangastaða í Norður-Ameríku.

„Við erum afar þakklát íslensku þjóðinni það traust og þá miklu velvild sem hún hefur sýnt okkur. Fjármögnunarferlið gengur vel og við höldum ótrauð áfram að bjóða upp á lægsta verðið yfir hafið,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air.


Tengdar fréttir

Skúli stendur keikur

Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.