Viðskipti innlent

BL hagnast um 1,4 milljarða

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Erna Gísladóttir, forstjóri BL.
Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Vísir/GVa

Bílaumboðið BL hagnaðist um 1.378 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Dróst hagnaðurinn saman um ríflega sex prósent frá fyrra ári þegar hann nam 1.468 milljónum króna.

Rekstrartekjur bílaumboðsins námu 26.459 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 13 prósent frá árinu 2016 þegar þær voru um 23.359 milljónir. Rekstrargjöldin voru 24.622 milljónir í fyrra borið saman við 21.625 milljónir árið 2016, að því er fram kemur í ársreikningnum.

Eigið fé BL var 4.284 milljónir í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfallið um 49 prósent. Alls störfuðu 234 manns að meðaltali hjá bílaumboðinu í fyrra borið saman við 209 árið 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.