Golf

Guðmundur sló vallarmet og leiðir í Grafarholti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur á hringnum í gær.
Guðmundur á hringnum í gær. mynd/gsimyndir.net

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Guðrún Brá Bjögvinsdóttir, GK, eru á toppnum eftir annan keppnishring á Securitasmótinu sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Guðmundur Ágúst gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet en hann spilaði á 63 höggum. Hann lét á átta höggum undir pari og er því samtals á tólf höggum undir pari.

Hann er fimm höggum á undan Axel Bóassyni sem kláraði aðeins á undan Guðmundi í dag. Axel spilaði þá á 65 höggum og átti vallarmetið um stund, rétt áður en Guðmundur kláraði átjándu.

Í kvennaflokki er Guðrún Brá Björgvinsdóttir komin á toppinn. Hún var sjö höggum á eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur en er nú höggi á undan Helgu fyrir síðustu tvo hringina.

Alla stöðuna í mótinu má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.