Menning

Stærra og veglegra Listasafn

Glæsilegt húsnæði Listasafnsins á Akureyri verður opnað aftur laugardaginn 25.ágúst.
Glæsilegt húsnæði Listasafnsins á Akureyri verður opnað aftur laugardaginn 25.ágúst. MYND/Listasafnið á Akureyri

Laugardaginn 25. ágúst verða dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur. Sýningarsalir voru áður fimm en eru nú tólf. Að auki verður nýtt kaffihús opnað á safninu og einnig safnbúð.

Sex nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Listamennirnir eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Sigurður Árni Sigurðsson, Hjördís Frímann og Magnús Helgason. Einnig verða opnaðar sýningar á verkum úr safneign Listasafnsins á Akureyri og Listasafns ASÍ, og ljósmyndasýningin Frá Kaupfélagsgili til Listagils.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.