Golf

Gallalaus hringur hjá Tiger

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær.
Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær. Vísir/Getty

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er með fjögurra högga forystu á Northern Trust mótinu, fyrsta mótinu í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi.

DeChambeau átti frábæran þriðja hring í gær og fór á átta höggum undir pari, sem skilaði honum samtals á 16 högg undir pari í mótinu.

Samlandi hans Keegan Bradley átti enn betri dag í gær, hann fór hringinn á níu höggum undir pari, og hoppaði upp í annað sætið eftir að hafa byrjað hringinn í 32. sæti.

Bradley gerði engin mistök á hringnum í dag og var skollalaus, fékk níu fugla og níu pör. Tiger Woods átti einnig skollalausan hring. Hann nældi sér í þrjá fugla, fór hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 49. sæti.

Brooks Koepka var í forystu eftir fyrstu tvo dagana. Hann náði sér ekki á strik í dag, lék á einu höggi yfir pari og er fallinn niður í sjöunda sæti.

Lokahringur mótsins er leikinn í dag og verður sýnt beint frá honum á Golfstöðinni frá klukkan 16:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.