Veiði

11 kílóa urriði úr Þingvallavatni

Karl Lúðviksson skrifar
Cesary með stóra urriðann
Cesary með stóra urriðann Mynd: Veiðikortið

Þingvallavatn hefur verið að gefa mjög góða bleikjuveiði í sumar en þó svo það sé að líða að lokum veiðitímans í vatninu er langt frá því að vera lítil veiðivon.

Við höfum verið að fá fréttir að veiðimenn hafi verið varir við urriða í þjóðgarðinum og að hann hafi verið að sýna sig mikið á nokkrum stöðum.  Frá Veiðikortinu höfum við heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið.  Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. Það er nefnilega þannig með urriðann að það er langbest að veiða hann í í ljósaskiptunum og fram í myrkur.  Veiðimenn sem ætla sér að láta reyna á urriðann stóra sem virðist vera að taka núna eru beðnir um að sleppa stóra fiskinum.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.