Viðskipti erlent

Uber boðar stefnubreytingu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá svokallað Jump-rafhjól sem leigja má hjá Uber.
Hér má sjá svokallað Jump-rafhjól sem leigja má hjá Uber. JUMP

Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins.

Forstjóri Uber, Dara Khosrowshahi, segir að slíkir einstaklingsfararskjótar henti betur til fólksflutninga í stórborgum heimsins. Hann telur jafnframt að viðskiptavinir Uber muni taka fleiri, styttri ferðir í framtíðinni.

„Á háannatíma er mjög óhagkvæmt að nota eins tonna járnhlunk til að flytja einn einstakling 10 húsaraðir,“ er haft eftir Khosrowshahi á vef breska ríkisútvarpsins.

Hann bætir við að þó svo að þessi ákvörðun kunni að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif á fyrirtækið á næstu misserum þá sé þetta engu að síður í takti við framtíðarsýn Uber. Þar að auki muni bílstjórar fyrirtækisins njóta góðs af breytingunum, enda muni lengri bílferðum fjölga á kostnað þeirra styttri.

Fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum fjárfest í fjölda reiðhjólaleiga. Nú er svo komið að hægt er að leigja rafhjól hjá Uber í 8 borgum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal New York og Washington, og til stendur að opna rafhjólaleigu í Berlín á næstunni.

Uber tapaði rúmlega 4,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 450 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur fyrirtækisins eru því undir miklum þrýstingi að laga fjárhag félagsins, en til stendur að setja Uber á hlutabréfamarkað á komandi mánuðum.


Tengdar fréttir

Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York

New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.