Golf

DeChambeau fagnaði sigri á Northern Trust

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bryson DeChambeau er aðeins 24 ára gamall
Bryson DeChambeau er aðeins 24 ára gamall Vísir/Getty

Bryson DeChambeau vann sitt þriðja PGA mót á ferlinum um helgina þegar hann fagnaði sigri á Northern Trust mótinu, fyrsta móti úrslitakeppni FedEx bikarsins.

DeChambeau var í forystu fyrir lokahringinn í gær. Hann spilaði nokkkuð öruggan síðasta hring, fór á tveimur höggum undir pari, og var samtals í mótinu á 18 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Tony Finau sem varð í öðru sæti.

Með sigrinum fór DeChambeau í fyrsta sæti FedEx stigalistans og er því öruggur áfram á næsta mót, og má líklega gera einhver mistök þar en halda samt áfram í keppninni. 100 efstu menn stigalistans fá þáttökurétt á Dell Technologies mótinu, næsta móti í úrslitakeppninni.

Miss highlights from Round 4 @TheNTGolf?

We've got you covered. pic.twitter.com/mrBsN0ilw7
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 27, 2018

Tiger Woods lenti í 40. sæti í mótinu eftir að hafa farið lokahringinn á einu höggi undir pari. Hann var samtals í mótinu á fjórum höggum undir pari í mótinu og er öruggur áfram í keppninni í 25. sæti stigalistans.

Phil Mickelson hafði verið við toppbaráttuna en hann náði ekki að fara lokahringinn undir pari og féll því niður í 15. sæti mótsins. Hann var þó, líkt og Tiger, öruggur áfram í heildarkeppninni í 10. sæti stigalistans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.