Ajax, Young Boys og AEK Aþena í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Ajax fagna.
Leikmenn Ajax fagna. Vísir/Getty

Ajax, Young Boys og AEK Aþena tryggðu sér öll sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið unnu einvígi sín í umspili um laust sæti í Meistaradeildinni.

Ajax vann fyrri leikinn gegn Dynamo Kyiv með þremur mörkum gegn einu á heimavelli. Í kvöld var ekkert mark skorað í Kyiv og því Ajax komið í næstu umferð.

Ajax er með öflugt lið í ár en leikmenn eins og Klaas Jan Huntelaar og Daley Blind eru komnir aftur til Hollands. Það verður fróðlegt að fylgjast með Ajax í vetur.

Young Boys frá Sviss náði góðri endurkomu gegn Dinamo Zagreb í Zagreb. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum unnu strákarnir frá Sviss 2-1 sigur í kvöld með tveimur mörkum frá Guillaume Hoarau.

Þriðja og síðasta lið kvöldsins til að komast áfram var svo AEK Aþena frá Grikklandi. Þeir gerðu 1-1 jafntefli í síðari leiknum gegn ungverska liðinu Vidi FC og fóru því samanlagt áfram 3-2.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.