Innlent

Sísta helgarveðrið á Snæfellsnesi og í höfuðborginni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það gæti orðið haustlegt á vesturhluta landsins í dag.
Það gæti orðið haustlegt á vesturhluta landsins í dag. Vísir/ernir
Það mun hvessa á suðvesturhluta landsins eftir því sem líður á daginn. Búast má við strekkingsvindi á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn og jafnvel rigningu við suðvesturströndina í kvöld. Þá má einnig gera ráð fyrir töluverðu hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun af þeim sökum.

Hins vegar verður rólegra veður annars staðar og bjart með köflum en þó eru líkur á síðdegisskúrum norðaustantil. Hiti verður víða 10 til 18 stig og verður svalast við austurströndina.

Búast má við svipuðu veðri á morgun en þó mun lægja á Snæfellsnesi. Að sama skapi gæti rigningin aukist á sunnanverðu landinu annað kvöld.

Ætla má að vindur verði austlægari á sunnudag og mánudag og gæti því rignt á Suðausturlandi. Annars staðar verður úrkomuminna og jafnvel „milt og bjart með köflum“ á norðanverðu landinu.

Síðan er útlit fyrir vætusamt veður um land allt því „allvíðáttumikil lægð“ ætlar að ganga yfir landið um miðja næstu viku, eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Henni fylgir nokkuð svalara loft.



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast við S-ströndina. Rigning eða súld víða S-til, annars bjart með köflum, en þokubakkar við N- og A-ströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á N-landi. 

Á mánudag:

Austlæg átt, víða 3-10 m/s og skýjað með köflum, en 10-13 og sums staðar væta við S-ströndina. Stöku skúrir inn til landsins, en þokubakkar við N- og A-ströndina. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á NA-landi. 

Á þriðjudag:

Gengur í austan 10-15 m/s með talsverðri rigningu, en úrkomulítið NV-til. Hiti 9 til 14 stig. 

Á miðvikudag: 

Norðaustanátt og væta á N-verðu landinu, en skúrir syðra. Kólnar í veðri. 

Á fimmtudag:

Norðlæg átt og dálítil væta NA-til, en annars skýjað með köflum og þurrt. Fremur svalt fyrir norðan, en hlýtt syðra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×