Formúla 1

Fyrsta konan sem sigrar Formúlu 3

Bragi Þórðarson skrifar
Chadwick á verðlaunapallinum
Chadwick á verðlaunapallinum mynd/bbc

Hin tvítuga Jamie Chadwick skrifaði sig í sögubækurnar um síðustu helgi er hún varð fyrsta konan til að sigra í bresku Formúlu 3 mótaröðinni.

Fyrrum sigurvegarar í þessari keppni eru goðsagnir eins og Ayrton Senna og Mika Hakkinen, einnig vann Daniel Ricciardo keppni í mótaröðinni á sínum tíma.

Chadwick byrjaði að keppa í Go Kart aðeins 11 ára gömul en segir það ekki aftra sér að vera kona í íþrótt sem karlar eru í miklum meirihluta.

„Aðrir keppendur eru mjög vinalegir og hjálpsamir, en um leið og hjálmurinn fer á hausinn vilja allir vinna,“ sagði Jamie í viðtali við BBC. „Þeir vilja ekki endilega vinna mig bara vegna þess að ég er stelpa.“

Sigurinn um síðustu helgi segir Chadwick vera stórt skref áfram fyrir konur í akstursíþróttum og stefnir hún að þátttöku í Formúlu 1 í framtíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.