Sport

NFL leikmenn urðu sér til skammar í æfingaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Washington Redskins og New York Jets.
Frá leik Washington Redskins og New York Jets. Vísir/Getty

Það styttist að tímabilið hefjist í ameríska fótboltanum og liðin eru öll á fullu í lokaundirbúningi sínum.

NFL-liðin spila á undirbúningstímabilinu nokkra alvöru æfingaleiki fyrir fram fulla leikvanga en þau spila líka minni æfingaleiki sem eru spilar á æfingasvæðum liðanna.

Leikirnir á æfingasvæðunum skipta auðvitað engu máli nema þá í baráttu mann fyrir að sanna gildi sitt fyrir sínum þjálfurum og vinna sér þar með sæti í liðinu.

Það sýður oft upp úr í NFL-leikjum enda mikið tekist á í þessum leik en það er nú oftast sem slík slagsmál leyast fljótlega upp.

Menn eru bókstaflega að slást inn á vellinum og þegar er mikið er undir þá er ekkert óeðlilegt að menn missi aðeins stjórn á sér. Það er hinsvegar aðra sögu að segja þegar menn fara að slást í þessum litlu æfingaleikjum þar sem ekkert er undir.

Atvik í slíkum æfingaleik á milli Washington Redskins og New York Jets hefur því hneykslað marga.

Fjölmiðlamenn mega ekki mæta með myndavélar sínar á slíka leiki en áhorfendur voru með símana sína á lofti og náðu því á myndband þegar allt varð brjálað.

Slagsmálin bárust næstum því upp í áhorfendastúku og enginn úr þjálfara- eða starfsliði félaganna virtist ráða við eitt né neitt.

Það má sjá þessi slagsmál í myndböndunum hér fyrir neðan. 


NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.