Körfubolti

Sjáðu Embiid reyna að láta yfirmenn sína hjá Philadelphia 76ers fá hjartaáfall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joel Embiid er alltaf hress og skemmtilegur eins og hér þegar hann hitti Steve Nash.
Joel Embiid er alltaf hress og skemmtilegur eins og hér þegar hann hitti Steve Nash. Vísir/Getty
Joel Embiid er frábær körfuboltamaður og án efa þegar orðinn einn besti miðherjinn í NBA-deildinni.

Hann hefur hinsvegar verið mikið meiddur og missti sem dæmi af tveimur fyrstu tímabilum sínum með Philadelphia 76ers vegna meiðsla.  

Ef það er eitthvað sem yfirmenn hans hjá Philadelphia 76ers óttast þá er það að kappinn meiðist aftur. Það efast enginn um hæfileika hans ef hann helst inn á vellinum.

Joel Embiid er frá Kamerún í Afríku en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var sextán ára gamall.

Embiid er núna í heimsókn í Kamerún og ESPN birti myndband af honum leika sér með krökkum í fótbolta.

Forráðamenn Philadelphia 76ers hafa örugglega verið nálægt því að fá hjartaáfall þegar þeir sáu þetta myndband hér fyrir neðan.





Joel Embiid er þarna að leika sér á ósléttum og lélegum fóboltavelli sem er auk þess í miðri brekku.

Atvikið sem hneykslar örugglega marga er þegar Joel Embiid, sem er 213 sentímetrar á hæð, reynir hjólhestaspyrnu í miðjum leik. Hann stendur fljótt upp aftur og virtist ekki verða meint af.

Joel Embiid var með 22,9 stig, 11,0 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Philadelphia 76er á sínu öðru tímabili og hækkaði sig þar á öllum sviðum (20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,1 stoðsendingar 2016-17).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×