Viðskipti innlent

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Skólatöskur fyrir grunnskólabörn geta verið dýrar og miklu getur munað á verði milli verslana.
Skólatöskur fyrir grunnskólabörn geta verið dýrar og miklu getur munað á verði milli verslana. Fréttablaðið/mikael

Ríflega 26 prósenta verðmunur er á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn milli verslana samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Nú styttist í að grunnskólar landsins hefjist á ný eftir sumarfrí en hinar dönsku Jeva-skólatöskur hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi.

Þeirra helsti sölupunktur er hversu vandaðar þær séu og hvernig þær séu sérstaklega hannaðar með velferð barnanna í fyrirrúmi. Töskurnar eru fjarri því þær  ódýrustu á markaði og kosta jafnan um og yfir 20 þúsund krónur samkvæmt athugun Fréttablaðsins. 

En mikill verðmunur getur verið á milli verslana á töskum sem misjafnt er hversu lengi börnin koma til með að nota á skólagöngu sinni og hversu mikið þau þurfa í raun að bera af námsgögnum milli heimilis og skóla. Í verðathugun Fréttablaðsins var verð borið saman á 16 lítra Jevatösku sem ber nafnið Windy og er auðkennd með hvítum hesti framan á.

Fréttablaðið athugaði verð á sömu tösku í fjórum verslunum í Reykjavík.

Taskan reyndist ódýrust í verslunum A4 þar sem hún er á tilboðsverði til 15. ágúst á 15.992 krónur.

Á vefsíðu Heimkaupa er taskan á tilboði til 20. ágúst á 16.122 krónur.

Í báðum tilfellum kostaði taskan áður 19.990 krónur.

Taskan reyndist umtalsvert dýrari í Hagkaupi þar sem hún er á 20.189 krónur eða tíu krónum ódýrari en í verslun Pennans/Eymundsson þar sem hún kostar 20.199 kr.

Munurinn á lægsta verðinu og því hæsta er því rúm 26 prósent. Á heimasíðu framleiðandans, Jeva.dk, kostar sama taska 899 krónur danskar eða 14.932 krónur.

Með fyrir vara um að við þá upphæð kunni að bætast sendingarkostnaður og annað þá er munurinn á danska verðinu og hæsta íslenska verðinu ríflega 35 prósent.

Athugun Fréttablaðsins er ekki tæmandi og er vakin athygli á því að hægt er að kaupa notaðar Jevatöskur í ágætu ástandi á Bland.is og öðrum sölusíðum á netinu fyrir brot af því sem þær kosta nýjar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.