Körfubolti

Tveir evrópskir leikmenn komnir til Grindavíkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grikkinn Michalis Liapis
Grikkinn Michalis Liapis mynd/grindavík

Grindavík hefur fengið tvo evrópska leikmenn til liðs við sig fyrir komandi tímabil í Domino's deild karla. Um er að ræða grískan bakvörð og ungan Hollending.

Bakvörðurinn Michalis Liapis er fæddur árið 1995. Hann fór í gegnum unglingastarf PAOK og hefur spilað fyrir yngri landslið Grikkja. Hann samdi við rúmenskt félag á síðasta ári en þurfti að stytta dvöl sína þar vegna meiðsla.

Hollendingurinn Jordy Kuiper er einnig fæddur 1995. Hann er 206 cm á hæð og fá Grindvíkingar hann til sín til þess að styrkja liðið undir körfunni.

Kuiper er að koma beint úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hann útskrifaðist frá NC Greensboro í vor.

Grindavík endaði í sjötta sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili en var sópað í sumarfrí af Tindastóli í 8-liða úrslitunum. Grindvíkingar hafa misst marga lykilmenn í sumar en fengu liðsstyrk í Sigtryggi Arnari Björnssyni, einum besta leikmanni deildarinnar síðasta vetur.

Grindvíkingar hefja leik á nýju tímabili gegn nýliðum Breiðabliks á heimavelli 4. október.

Hollendingurinn Jordy Kuiper mynd/grindavík


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.