Innlent

Gróf náttúruspjöll á Fjallabaki

Bergþór Másson skrifar
För í sandinum á Fjallabaki.
För í sandinum á Fjallabaki. Nína Aradóttir
Stór og mikil för eftir utanvegaakstur fundust á möl og í mosa á Fjallabaki í gærmorgun. Ekki er vitað hverjir sökudólgarnir eru. Búið er að tilkynna málið til lögreglu.

För í mosanum.Nína Aradóttir
Nína Aradóttir, landvörður á Fjallabaki, segir förin hafa vera mikil og áberandi. Í samtali við Vísi segir hún þetta mjög leiðinlegt og nefnir að þau á Fjallabaki hafi ekki séð neitt þessu líkt í allt sumar.

Förin eru eftir línuveginum að Ljótapolli og niður að Tungnaá, inn og út af veginum og meðal annars í gegnum mosa. Einnig eru svipuð för á Dyngjuleiðinni.

Skemmdarverkin voru unnin á milli 11-12 í gærmorgun. Ekki er vitað hversu margir voru á ferð en talið er að um hóp sé að ræða.

Nína segir náttúruspjöllin geta verið óafturkræf og reynt verði að laga skemmdirnar í sumar en ekki víst að það náist vegna hversu miklar þær eru.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk eru unnin á náttúru Fjallabaks, en Nína segir utanvegaakstur hafa minnkað undanfarin ár vegna aukinnar fræðslu landvarða og vitundarvakningar um alvarleika og skaðskemi þess.

Stór för í sandinum og mosanum.

Tengdar fréttir

Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna

Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×