Innlent

Finnur Yngvi nýr sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Finnur Yngvi Kristinsson.
Finnur Yngvi Kristinsson. Mynd/Eyjafjarðarsveit

Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Ráðning Finns var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í dag. Þetta kemur fram í frétt á vef sveitarfélagsins.

Finnur lauk BS námi í viðskiptafræði ásamt MBA námi í verkefnisstjórnun frá Arizonaí Bandaríkjunum árið 2008 og hefur frá því verið búsettur á Siglufirði þar sem hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Maríu Róbertsdóttur, leitt rekstur og uppbyggingu Rauðku ehf., sem á meðal annars og rekur Sigló Hótel og veitingastaðina Hannes Boy og Kaffi Rauðku.

Finnur Yngvi er einnig rafvirkjameistari og menntaður raf- og rekstrariðnfræðingur frá Tækniháskóla Íslands.

Finnur er 39 ára og á þrjú börn með áðurnefndri eiginkonu sinni, Sigríði Maríu. Finnur var valinn úr hópi 22 umsækjenda og hefur störf í byrjun september. Hann tekur við starfinu af Ólafi Rúnari Ólafssyni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.