Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Þingvangi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Þingvangur var stofnað árið 2006.
Þingvangur var stofnað árið 2006. Vísir/Vilhelm
Verktakafyrirtækið Þingvangur, sem Pálmar Harðarson er í forsvari fyrir, hagnaðist um tæpar 92 milljónir króna í fyrra. Dróst hagnaðurinn saman um 87 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 695 milljónum.

EBITDA Þingvangs – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta –var 65,5 milljónir króna í fyrra borið saman við 176 milljónir árið 2016, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur af venjulegri starfsemi námu um 1.024 milljónum króna í fyrra og drógust saman um 35 prósent á milli ára og þá voru rekstrargjöldin um 959 milljónir á árinu. Lækkuðu rekstrargjöldin um 32 prósent frá fyrra ári.

Þingvangur átti eignir upp á 17,4 milljarða króna í lok síðasta árs borið saman við 13,4 milljarða eignir í lok árs 2016. Var eigið fé félagsins um 677 milljónir og handbært fé 61 milljón í árslok 2017.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×