Viðskipti erlent

Kynna nýjungar til að takmarka notkun á samfélagsmiðlunum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá Instagram og Facebook er nýr "fídus“ hjá fyrirtækinu kynntur til sögunnar sem á að auðvelda notendum að virða tímamörk sín á samfélagsmiðlunum
Í tilkynningu frá Instagram og Facebook er nýr "fídus“ hjá fyrirtækinu kynntur til sögunnar sem á að auðvelda notendum að virða tímamörk sín á samfélagsmiðlunum Vísir/Getty

Í tilkynningu frá Instagram og Facebook er nýr „fídus“ hjá fyrirtækinu kynntur til sögunnar sem á að auðvelda notendum að virða tímamörk sín á samfélagsmiðlunum. BBC greinir frá þessu.

Hávær umræða hefur verið í gangi að undanförnu um samfélagsmiðlana og hafa margir lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að of mikill tími fólks á Facebook og Instagram hafi neikvæð áhrif á geðheilsu þess.

Notendur miðlana geta nú séð hversu mikinn tíma þeir hafa varið á miðlunum, þeir geta sett sér tímamörk og að tilteknum tíma loknum koma engar tilkynningar frá miðlinum sem gætu haft truflandi áhrif.

Ekki eru allir sáttir við breytingarnar og finnst stjórnendur Facebook og Instagram ekki gera nóg til þess að taka á vandanum. „Ég myndi ekki segja að þetta væru róttækar breytingar og þá er ég ekki viss um að þær muni hafa mikil áhrif á notkun flestra á samfélagsmiðlunum,“ segir Grant Blank, sérfræðingur hjá Oxford Internet Institute.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.