Innlent

Besta veðrið um Verslunarmannahelgina á Mýrarbolta í Bolungarvík

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Fjölbreyttar hátíðir standa landsmönnum til boða um Verslunarmannahelgina. Best verður veðrið í Bolungarvík þar sem Evrópumótið í Mýrarbolta verður haldið en flestir munu sækja í rigninguna á Þjóðhátíð í Eyjum.

Sex hátíðir eru vinsælastar um helgina en best verður veðrið á Evrópumótinu í Mýrarbolta þar sem sólarvörn verður staðalbúnaður. Staðan er önnur á hinum hátíðum landsins þar sem útlit er fyrir rigningu.

Búist er við að fjölmennust verði Þjóðhátíð í Eyjum en 16.000 manns sóttu hátíðina í fyrra. Þar verða regnbuxur staðalbúnaður þegar sungið verður í brekkunni undir leiðsögn Ingó Veðurguðs.

Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir

Í Bolungarvík verður Evrópumótið í Mýrarbolta haldið í fimmtánda skipti en 400 manns tóku þátt í fyrra. Þá sagði mótshaldari í samtali við fréttastofu að skráningum hafi fjölgað töluvert eftir að í ljós kom að sólin verði mest á þeim landshluta.

Fyrir norðan verður bæjarhátíðin Ein Með Öllu haldin á Akureyri og er hún opin öllum án aðgangseyris. Á Neistaflugi á Neskaupsstað verður hægt að spreyta sig í hlaupi en þar verður Barðsneshlaupið vinsæla haldið á sunnudeginum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.