Viðskipti erlent

Wells Fargo greiðir tveggja milljarða dollara sekt vegna undirmálslána

Kjartan Kjartansson skrifar
Sektin er tilkomin vegna tuga þúsunda lána sem voru seld sem verðbréf en endurðu í vanskilum.
Sektin er tilkomin vegna tuga þúsunda lána sem voru seld sem verðbréf en endurðu í vanskilum. Vísir/EPA

Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur fallist á að greiða rúma tvo milljarða dollara, jafnvirði rúmra 213 milljarðar króna, í sekt vegna fasteignalána sem yfirvöld fullyrða að hafi átt þátt í efnahagshruninu árið 2008. Stjórnendur bankans vissu að gæði lánanna væru minni en þeir létu í veðri vaka þegar hann seldi þau í formi verðbréfa.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sektin sé vegna sölu á verðbréfum sem byggðust á fasteignalánum einstaklinga sem bankinn vissi að innihéldu rangar upplýsingar um tekjur lántakenda. Á meðal lánanna eru svonefnd undirmálslán og önnur áhættusöm fasteignalán sem talin eru hafa leitt til fjármálahrunsins sem hófst í Bandaríkjunum fyrir áratug.

Reuters-fréttastofan segir að sektin nú bætist ofan á hrakföll bankans sem tengjast óeðlilegum vinnubrögðum starfsmanna hans við bifreiða- og fasteignalán. Wells Fargo greiddi einn milljarð dollara í sekt vegna rannsókna á vinnubrögðum bankans í apríl.

Fyrir tveimur árum komst upp að starfsmenn bankans höfðu stofnað banka- og kreditkortareikninga fyrir viðskiptavini án vitneskju þeirra. Málið hefur komið niður á afkomu og orðspori bankans sem er sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.