Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn kyndir enn undir viðskiptastríði við Kína

Kjartan Kjartansson skrifar
Verð á bandarískum sojabaunum hefur fallið eftir að Trump lagði innflutningstolla á kínverskar vörur og Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Kína er stærsti innflytjandi baunanna.
Verð á bandarískum sojabaunum hefur fallið eftir að Trump lagði innflutningstolla á kínverskar vörur og Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Kína er stærsti innflytjandi baunanna. Vísir/EPA

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta íhugar nú að leggja 25% innflutningstoll á kínverskar vörur að andvirði um 200 milljarða dollara. Kínverjar hafa hótað því að svara í sömu mynt. Hugmyndin sem kemur frá Trump forseta er meira en tvöföldun á hlutfalli tolla sem hann hafði áður lagt til.

Bandaríkin lögðu 25% toll á vörur frá Kína upp á 34 milljarða dollara sem tóku gildi 6. júlí. Kínversk stjórnvöld lögðu tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum á móti. Til stóð að Bandaríkin legðu enn frekari tolla á kínverskar vörur að andvirði 50 milljarða dollara í heildina.

Hótanir Trump-stjórnarinnar nú ganga enn lengra og auka hættuna á viðskiptastríði á milli stórveldanna tveggja. Hvíta húsið segir að tollarnir séu svar við því sem það kallar „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja sem hafi leitt til þess að það halli á Bandaríkin í viðskiptum ríkjanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Þannig gætu innflutningstollar verið lagðar á allt að 6.000 vörutegundir, þar á meðal efni, vefnaðarvöru, steinefni og neytendavörur af ýmsu tagi. Tollarnir gætu tekið gildi í september að loknu umsagnartímabili.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,66
5
159.100
EIK
0,35
2
96.220
REGINN
0,11
2
2.210
ORIGO
0
2
3.875
VIS
0
1
19.230

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,73
27
147.766
MAREL
-1,48
22
215.978
SYN
-1,06
2
45.660
FESTI
-0,78
2
8.104
HAGA
-0,7
7
112.311
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.