Körfubolti

Blake Griffin þarf að greiða 27,5 milljónir á mánuði í meðlag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blake Griffin.
Blake Griffin. Vísir/Getty

NBA-leikmaðurinn Blake Griffin á tvö börn með Brynn Cameron en þau eru ekki lengur saman og standa þess í stað í forræðisdeilu.

Netmiðillinn RadarOnline segir frá því að dómari hafi nú úrskurðað að Blake Griffin þurfi hér eftir að geiða Brynn 258 þúsund dollara á mánuði í meðlag vegna barna sinna.

Börnin þeirra eru tvö, Ford Wilson 5 ára og Finley Elaine 2 ára.

Blake og Brynn eiga í harðri forræðisdeilu um börnin en Brynn heldur því fram að hann hafi slitið trúlofun og tekið saman við Kendall Jenner.

Blake Griffin er ekki lengur með Kendall Jenner heldur er hann tekinn saman við fyrirsætuna Francescu Aiello.

Í janúar síðastliðnum hélt Brynn Cameron síðan því fram að Blake Griffin hafi hent henni og börnunum út úr húsi þeirra og skilið hana eftir heimilislausa og með 100 dollara inn á bankareikningnum sínum.

Blake Griffin var að ganga frá fimm ára samningi við Detroit Pistons sem mun skila honum 171 milljón dollurum eða yfir 18,2 milljarða íslenskra króna.

Samkvæmt þessum dómi mun Brynn fá 3 milljónir dollara og samtals 55,7 milljónir dollara þar til að Blake Griffin þarf ekki að borga meðlag lengur.

Þetta þýðir að hún fær yfir 320 milljónir í meðlagsgreiðslur frá Blake Griffin á hverju ári og samtals mun hann borga henni tæpa sex milljarða.

Brynn Cameron á líka barn með NFL-leikmanninum Matt Leinart og þarf því ekki mikið að hafa áhyggjur af peningamálunum sínum næstu árin.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.