Viðskipti erlent

Apple orðið billjón dala virði

Samúel Karl Ólason skrifar
Steve Jobs er stofnandi Apple.
Steve Jobs er stofnandi Apple. Vísir/AP
Fyrirtækið Apple var nú í dag metið á rúma billjón dala (1.000.000.000.000). Það samsvarar um 106,7 billjónum króna og er fyrirtækið það fyrsta í Bandaríkjunum sem nær því verðmæti. Verð hlutabréfa Apple hækkuð mikið í kjölfar jákvæðs ársfjórðungsuppgjörs sem opinberað var á þriðjudaginn. Eftir að hafa farið aðeins yfir billjónina lækkaði virði fyrirtækisins aftur.



Til að setja þessa tölu í samhengi er vert að benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2017 var 2,5 billjónir króna. Apple er því rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands, gróflega reiknað. Einungis fimmtán ríki heimsins eru með meiri landsframleiðslu en verðmæti Apple er.



Apple var stofnað af Steve Jobs í apríl 1976 og hefur vaxið gífurlega síðan. Frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 1980 hafa hlutabréf þess hækkað um nærri því 40 þúsund prósent, þrátt fyrir að það varð nærri því gjaldþrota á tíunda áratug síðustu aldar. Í fyrra voru tekjur fyrirtækisins, samkvæmt Business Insider, 254,63 milljarðar dala.

Bloomberg bendir á að önnur tæknifyrirtæki séu ekki langt á eftir Apple. Amazon.com, Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft sé öllu metin á meira en 800 milljónir dala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×