Formúla 1

Ricciardo yfirgefur Red Bull

Bragi Þórðarson skrifar
Ricciardo er á leið burt frá Red Bull.
Ricciardo er á leið burt frá Red Bull. vísir/getty
Hinn 29 ára gamli Ástrali, Daniel Ricciardo mun yfirgefa herbúðir Red Bull liðsins í lok tímabilsins.

Ricciardo hefur alla sína tíð ekið fyrir enska liðið í Formúlu 1, en byrjaði þó með dótturliði þess, Toro Rosso.

Líklegt er talið að Daniel muni fara yfir til verksmiðjuliðs Renault, þó hefur hvorki liðið né ökumaðurinn gefið neitt út um það.

Red Bull hefur notast við Renault vélar síðustu tíu ár en frá árinu 2014 hefur liðið verið vægast sagt ósátt með frönsku vélarnar. Því mun Red Bull aka með Honda vélar á næsta ári.

Renault hefur enn ekki unnið kappakstur síðan liðið kom aftur í Formúlu 1 fyrir þremur árum.

Ricciardo mun reyna að bæta úr því og vonar sennilega að breytingin muni virka jafn vel fyrir hann og þegar að Lewis Hamilton ákvað að fara frá McLaren til Mercedes árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×