Körfubolti

Miklar breytingar á NBA-landslaginu á aðeins rúmu einu ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Kyrie Irving hafa báðir yfirgefið Cleveland á rúmu ári.
LeBron James og Kyrie Irving hafa báðir yfirgefið Cleveland á rúmu ári. Vísir/Getty

NBA-deildin í körfubolta hefur tekið miklum breytingum á síðustu mánuðum þar sem margir stjörnuleikmenn hafa fundið sér ný lið af ýmsum ástæðum.

Af þessu tilefni er athyglisvert að skoða aðeins leikmenn sem tóku þátt í Stjörnuleik NBA-deildarinnar tímabilið 2016-17.

12 af 24 leikmönnum í Stjörnuleiknum 2017 spila nú með öðru liði en þeir gerði í febrúarmánuði 2017.

NBC Sports tók þetta saman og setti upp í grafík sem má sjá hérna fyrir neðan.
Meðal þeirra sem hafa fundið sér nýtt lið voru tvær stærstu stjörnur þá ríkjandi NBA-meistara Cleveland Cavaliers þeir LeBron James og Kyrie Irving.

Tveir leikmenn í þessum hóp hafa náð að fara í gegnum þrjú félög á þessum tíma en það eru þeir Isaiah Thomas og Carmelo Anthony.
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.