Sport

Conor mætir aftur í búrið eftir tveggja ára fjarveru

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Conor McGregor
Conor McGregor vísir/getty

Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov munu berjast í blönduðum bardagalistum þann 6.október næstkomandi í Las Vegas en þetta var staðfest af Dana White, forseta UFC, í nótt.

Írinn geðþekki hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember fyrir tveimur árum þegar hann barðist við Eddi Alvarez en hann keppti síðast við Floyd Mayweather í hnefaleikum í ágúst í fyrra.

Rússinn Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 26 bardaga sína en sá síðasti var á móti Al Iaquinta í apríl síðastliðnum. Nurmagomedov er 10-0 í bardögum innan UFC.

Conor McGregor hefur unnið 21 af 24 bardögum sínum en hann tapaði síðast á móti Nate Diaz 5. mars 2016 sem er eina tapið hans í bardaga innan UFC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.