Sport

Óvæntur sigur Henry Cejudo á Demetrious Johnson

Pétur Marinó Jónsson skrifar

UFC 227 fór fram í nótt í Los Angeles þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Henry Cejudo náði ansi óvæntum sigri á Demetrious Johnson og T.J. Dillashaw varði titilinn sinn.

Það er kominn nýr meistari í fluguvigt UFC. Fyrir bardagakvöldið í nótt hafði aðeins einn maður haldið titlinum í fluguvigt en nú hefur Henry Cejudo ritað nafn sitt á spjöld sögunnar.

Sigursælasti meistari í sögu UFC, Demetrious Johnson, tapaði fyrir Henry Cejudo í nótt eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var gríðarlega jafn og taktískur en Cejudo fór með sigur af hólmi. Cejudo er þar með fyrsti maðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og titil í UFC. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Johnson í fluguvigt og fyrsta tap hans síðan í október 2011.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt um bantamvigtartitilinn. Fyrri bardagi þeirra endaði með rothöggi í 2. lotu Dillashaw í vil og var það sama uppi á teningnum í þetta sinn. Er þeir skiptust á höggum í 1. lotu vankaðist Garbrandt og tókst Dillashaw að klára bardagann með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Garbrandt reyndi allt sem hann gat til að þrauka en Dillashaw var of öflugur.

Þar með hefur Dillashaw klárað Garbrandt tvisvar á tæpu ári og þarf ansi margt að breytast til að Garbrandt fái annað tækifæri á titlinum á meðan Dillashaw er meistari.

Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.


Tengdar fréttir

Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið?

UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.