Viðskipti erlent

Framkvæmdastjóri PepsiCo hættir

Bergþór Másson skrifar
Indra Nooyi, framkvæmdastjóri Pepsi.
Indra Nooyi, framkvæmdastjóri Pepsi. Vísir/AP
Framkvæmdastjóri PepsiCo, Indra Nooyi, hyggst hætta störfum hjá næst stærsta matvælafyrirtæki heims. Hún hefur starfað hjá PepsiCo í 24 ár og sem framkvæmdastjóri í 12 ár.

Nooyi er 62 ára gömul og fæddist í Indlandi. Hún er ein af fáum konum í minnihlutahóp sem reka fyrirtæki á Fortune 100 lista.

Meðal vörumerkja PepsiCo eru: Pepsi, Pepsi Max, Mountain Dew, Lay's, Gatorade, Doritos, 7Up, Cheetos, Fritos.

Nooyi segir í starfslokayfirlýsingu að fyrirtækið hafi verið „partur af lífi sínu í nánast aldarfjórðung og að hluti af hjarta hennar muni alltaf vera hjá Pepsi.“

Nooyi leyddi fyrirtækið í gegnum tíma mikilla breytinga í matvælabransanum, þegar matvælafyrirtæki þurftu að breyta vöruúrvali sínu í takt við kröfur nýrrar kynslóðar sem hafnar gömlu sykruðu vörunum og kýs frekar hollar og næringaríkar vörur.

Nooyi tók við framkvæmdastjórastöðu í Október 2006. Á árunum 2007 til 2017 jukust tekjur PepsiCo um 61 prósentur.

Ramon Laguarta, sem hefur unnið hjá PepsiCo í 22 ár, mun taka við sem framkvæmdastjóri í október. Hann mun vera sjötti framkvæmdastjóri PepsiCo í sögunni, en alltaf hefur framkvæmdastjóri verið ráðinn innanhúss.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×