Viðskipti erlent

Framkvæmdastjóri PepsiCo hættir

Bergþór Másson skrifar
Indra Nooyi, framkvæmdastjóri Pepsi.
Indra Nooyi, framkvæmdastjóri Pepsi. Vísir/AP

Framkvæmdastjóri PepsiCo, Indra Nooyi, hyggst hætta störfum hjá næst stærsta matvælafyrirtæki heims. Hún hefur starfað hjá PepsiCo í 24 ár og sem framkvæmdastjóri í 12 ár.

Nooyi er 62 ára gömul og fæddist í Indlandi. Hún er ein af fáum konum í minnihlutahóp sem reka fyrirtæki á Fortune 100 lista.

Meðal vörumerkja PepsiCo eru: Pepsi, Pepsi Max, Mountain Dew, Lay's, Gatorade, Doritos, 7Up, Cheetos, Fritos.

Nooyi segir í starfslokayfirlýsingu að fyrirtækið hafi verið „partur af lífi sínu í nánast aldarfjórðung og að hluti af hjarta hennar muni alltaf vera hjá Pepsi.“

Nooyi leyddi fyrirtækið í gegnum tíma mikilla breytinga í matvælabransanum, þegar matvælafyrirtæki þurftu að breyta vöruúrvali sínu í takt við kröfur nýrrar kynslóðar sem hafnar gömlu sykruðu vörunum og kýs frekar hollar og næringaríkar vörur.

Nooyi tók við framkvæmdastjórastöðu í Október 2006. Á árunum 2007 til 2017 jukust tekjur PepsiCo um 61 prósentur.
Ramon Laguarta, sem hefur unnið hjá PepsiCo í 22 ár, mun taka við sem framkvæmdastjóri í október. Hann mun vera sjötti framkvæmdastjóri PepsiCo í sögunni, en alltaf hefur framkvæmdastjóri verið ráðinn innanhúss.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.