Handbolti

Gísli Þorgeir í viðtali í Kiel: Ekki lengur bara sonur ...

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Andri Marinó

Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er á fullu út í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta tímabil með stórliði THW Kiel. Koma íslenska leikstjórnandans hefur vakið mikla athygli og staðarblaðið Kieler Nachrichten tók stórt viðtal við Hafnfirðinginn.

Uppsláttur Kieler Nachrichten snýst um það að Gísli sé nú að brjótast undan skugga foreldra sinna sem bæði eru „heimsfræg“ á Íslandi.

Faðir hans Kristján Arason er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið og móðir hans er fyrrum ráðherra og núverandi þingmaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Í greininni segir að Þorgerður Katrín sé stjarnan í fjölskyldunni.

„Allir þekkja mömmu og ég er rosalega stoltur af henni. Hún er ótrúleg en við töldum eiginlega aldrei um pólítík þótt að ég hafi sjálfsögðu mínar skoðanir,“ sagði Gísli en blaðamaður segir að mamma hans hafi ekki misst af fyrsta landsleiknum þótt að hann hafi verið spilaði í miðri kosningarbaráttu.

Gísli fetar í fótspor Arons Pálmarssonar sem fór einnig frá FH til THW Kiel. „Þetta er stórt skref en jafnframt æskudraumur að rætast. Þegar ég var strákur þá vann Aron í íþróttahúsinu og þegar hann fór til Kiel þá vissi ég að ég vildi komast þangað líka. Ég vildi verða eins og hann,“ sagði Gísli.

Gísli segir að nýju liðsfélagar hans taki honum vel og enginn líti niður á hann. „Það er enginn hroki í gangi,“ segir Gísli.
Gísli segir að kærasta sín, Rannveig Bjarnadóttir, komi ekki strax út til hans. „Hún er að spila fótbolta með FH og tímabilið er í fullum gangi. Hún kemur ekki til mín fyrr en í september,“ segir Gísli.  Hann segist jafngramt sakna vina sinna en margir þeirra eiga örugglega eftir að heimasækja hann til Kiel.

Gísli er nú herbergisfélagi eins besta handboltamanns heims en það er Króatinn Dormant Duvnjak.  „Ég trú því varla að við séum herbergisfélagar,“ segir Gísli.

Gísli var líka öflugur fótboltamaður og golfari en valdi handboltann. „Ég varð að velja þegar ég var sextán ára. Mér fannst skemmtilegra í handboltanum, þar eru meiri átök og engir tilgangslausir sprettir,“ sagði Gísli.

Það má lesa allt viðtalið við hann hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.